Einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga í yfir 30 ár enda um afar öruggt veðurfar að ræða.
Benidorm er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Alicante og hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga í yfir 30 ár, enda er hér að finna eitt öruggasta veðurfar í Evrópu, sól og blíðu í yfir 300 daga á ári. Hingað sækja margir ár eftir ár til að njóta lífsins í veðurblíðunni og við aðstæður eins og þær gerast bestar.
Sagt er að hvergi á Spáni sé ódýrara að njóta hins besta í sumarleyfinu en einmitt hér. Yndislegt er að rölta eftir strandgötunni eða um þröngar götur gamla bæjarins, fara í tapas eða rauðvínssmökkun eða skoða einhverjar af þeim fjölmörgu verslunum sem þar eru. Á Benidorm er fjöldi frábærra veitingastaða, bæði í gamla bænum og við strandgötuna. Gamli bærinn hefur mikið aðdráttarafl. Síðdegis fyllast göturnar þar af fólki sem kemur til að sýna sig og sjá aðra.
Strandlífið Benidorm státar af 4 ströndum sem unnt er að velja á milli þegar það á að slappa af á ströndinni. Levante-ströndin er vinsælust en hún hefur hlotið bláa fánann margoft, síðast 2014, en ströndin er um 2 km löng. Við hlið Levante-strandarinnar liggur Poniente-ströndin sem einnig státar af bláa fánanum en hún er vinsæl meðal íbúa svæðisins og spænskra fjölskyldna en hún er um 3 km löng. Þá eru strendurnar La Cala Finistrat og Mal Pas, sem státar af bláa fánanum, minni en hinar en vinsælar meðal íbúa svæðisins, tilvalið að kíkja þangað til að eiga rólegan dag á ströndinni. Spennandi næturlíf Á Benidorm er frábært úrval skemmtistaða fyrir þá sem vilja stunda næturlífið. Við strandgötuna eru fjölmargir skemmtilegir staðir sem eru opnir fram undir morgun og rétt utan við miðbæinn er að finna mörg glæsileg diskótek sem byrja að fyllast upp úr miðnætti.
Hér finnur þú hagnýtar upplýsingar um áfangastaðinn Benidorm / Costa Blanca