Don Jorge íbúðahótelið er staðsett nokkuð ofarlega á Benidorm og því nokkuð á fótinn ef gengið er heim af ströndinni.
Á hótelinu eru 166 íbúðir í háhýsi sem telur yfir 30 hæðir. Við hótelið er lítill hótelgarður, með lítilli sundlaug og sólbekkjum. Þetta er ekta íbúðahótel fyrir þá sem kjósa ekki ys og þys ferðamanna, en vilja heldur vera út af fyrir sig. Hér er því ekki mjög fjölbreytt þjónusta en íbúðirnar eru vel búnar og allar með litlu eldhúsi, örybylgjofn, ísskáp og eldavél, einu svefnherbergi og aðstöðu fyrir aðra tvo í stofunni. Allar íbúðir eru með þvottavél, sjónvarpi, loftkælingu og öryggishólfi (gegn aukagjaldi og leigist á Palm Beach hótelinu), . Þá er baðherbergi með baðkari. Á þessum gististað sér hver og einn um sig sjálfur, þrif á gólfum, skipt um handklæði og rúmfatnað er einungis gert einu sinni í viku.
Gestir þessa hótels mega nýta sér aðstöðuna á Palm Beach hótelinu sem er í göngufjarlægð frá Don Jorge, en á Palm Beach er stór sundlaugagarður, skemmtidagskrá, barnaleiksvæði, líkamsræktaraðstaða, veitingastaðir, bar og fleira. Palm Beach er í eigu sömu eigenda og Don Jorge. Þá þegar dvalið er hér í allt innifalið þarf að sækja alla þá þjónustu til Palm Beach, en þar er veitingastaðurinn og barirnir.
Samkvæmt alþjóðareglum þarf að losa íbúðir á hádegi eða jafnvel fyrir hádegi á brottfarardegi, þó flug sé seint að kveldi.
Þetta er sniðugur kostur fyrir þá sem kjósa íbúðahótel, rólegheitagarð en hafa þann kost að vera í stærri garði með meiri aðstöðu á Palm Beach hótelinu.