Poseidon Playa er einungis í 100 m fjarlægð frá Poniente ströndinni og er með flottu útsýni yfir Miðjarðarhafið. Hótelið er staðsett um 800 metra frá Parque de Elche garðinum og gamla bænum á Benidorm.
Herbergin eru 306 talsins en þau eru innrétt í látlausum stíl. Öll eru þau með útsýni yfir Miðjarðarhafið. Þau eru með loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi (gegn gjaldi) og þráðlausu interneti (WiFi). Á baðherberginu er hárþurrka.
Fjórar lyftur er á hótelinu. Hér er stór móttaka og er hún opin allan sólarhringinn. Sundlaugargarðurinn er ekki mjög stór en með tveimur sundlaugum og er önnur þeirra barnalaug. Frábært útsýni er einnig frá garðinum yfir hafið. Þá er sundlaugarbar í garðinum og sólbekkir á víð og dreif. Fjölbreytt skemmtidagskrá er í boði fyrir börn og fullorðna. Barnaleikherbergi er einnig á hótelinu.
Veitingastaðurinn á hótelinu býður upp á hlaðborðsveitingar en opið eldhús er á staðnum þar sem hægt er að fylgjast með matreiðslumeisturum staðarins elda hina ýmsu rétti. Hægt er að panta sérstakt matarræði fyrir þá sem eru með fæðuóþol, t.a.m. fæði án glúten. Þá er einnig bar á hótelinu.
Á Benidorm er fjöldi frábærra veitingastaða, bæði í gamla bænum og við strandgötuna. Gamli bærinn hefur því mikið aðdráttarafl. Síðdegis fyllast göturnar þar af fólki sem kemur til að sýna sig og sjá aðra og hér er frábært úrval skemmtistaða fyrir þá sem vilja stunda næturlífið.
Athugið: Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.