Estimar Suitopia Sol y Mar
Hótellýsing

Skemmtilegt hótel með frábærri aðstöðu!

Hótel sem er staðsett við ströndina í Calpe og býður upp á allskonar þjónustu sem hentar bæði pörum og fjölskyldum sem ferðast með börnin. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar er m.a. upplýsingaborð sem veitir ýmsa þjónustu

Á sundlaugarsvæðinu má finna skemmtilega aðstöðu fyrir börnin og þá sem eru „ungir í anda“ og hafa gaman af að skemmta sér í vatni. Aðstaðan er góð og það eru sólbekkir, sólhlífar og sundlaugarbar. 

Góð líkamsræktaraðstaða er á hótelinu fyrir hótelgesti og boðið er upp á handklæði og kalt vatn. 

Einnig má finna „Market Place“ veitingastaðinn þar sem hægt er að fara í hlaðborð eða velja af matseðli, mismunandi eftir úrvali hverju sinni. Veitingastaðurinn býður upp á barnamauk fyrir ungabörnin og sérstakan mat fyrir þá sem eru með ofnæmi, sykursjúkir eða glútenóþol.  

Skybar er á 29. hæð hótelsins og þar er hægt að njóta útsýnis  með góðan drykk. Frá 03/03/2025 to 03/18/2025 verður barinn lokaður vegna framkvæmda. 

Herbergin eru innréttuð í fallegum strandarstíl og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, svölum eða verönd og síma og á baðherbergi má finna hárþurrku. Hægt er að fá Suitopia með eldhúsi gegn aukagreiðslu og er beiðni sett inn hjá söluteymi Heimsferða. 

Hótelið er sniðið að þörfum hjólarans. Á hótelinu er „Bike Center“ þar sem hægt er að gera við hjólið sitt, þrífa það og geyma það. Að auki er þvottaaðstaða til að þrífa hjólafötin og þurrka þau og jafnvel strauja ef menn eru í stuði. 

ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Fjölskylduhótel í flottu umhverfi!