Paraiso Centro Aptos
Hótellýsing

Apartamentos Paraiso Centro er gististaður staðsettur í íbúðahverfi og býður upp á útisundlaug sem er opin allt árið um kring og upphitaða innisundlaug sem er opin hluta af árinu. Íbúðirnar eru í um 15 mínútna göngu frá Levante-ströndinni og allar eru með svölum með borgarútsýni.

Allar íbúðir á Apartamentos Paraiso Centro eru einfaldar í innréttingum og bjóða upp á setustofu með sófa, flatskjá og eldhúsi með kaffivél, örbylgjuofni og ísskáp. Baðherbergið er með baðkari og þvottavél er einnig til staðar.

Svæðið þar sem íbúðirnar eru á er umkringt verslunum, veitingastöðum og nokkrum börum. Einnig er hægt að finna  matvöruverslun í stuttri göngufjarlægð.

Bílastæði : 3 € per dag - greitt beint á hótel
Öryggishólf : 1,5€ per dag - greitt beint á hótel
Barnarúm : 6 € per dag  - greitt beint á hótel
Hiti 4€ per dag - greitt beint á hótel
Sólbekkir 3€ per dag  - greitt beint á hótel
Loftkæling 6€ per dag - greitt beint á hótel

Skipt er um handklæði tvisvar í viku og rúmföt einu sinni í viku. 
Börn á aldrinum 3-15 ára. Fjórði farþegi í eins herberghja íbúð og sjötti farþegi í tveggja herbergja íbúð sofa á bedda. 

Trygging 150€ fyrir 1 herbergja íbúð og 200€ fyrir 2 herbergja íbúð. 

Útritun kl. 10:00 - Innritun frá kl. 17:00-20:00. Komur milli 21:00 og 24.00, greiðist aukalega 30€. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.