Avenida Apartments er einföld 2 stjörnu íbúðagisting með frábæra staðsetningu. Aðeins 150m frá Levante ströndinni og rétt við gamla bæinn á Benidorm. Iðandi mannlíf er allt í kring á þessu skemmtilega svæði í gamla bænum í Benidorm.
Íbúðirnar eru mjög einfaldar en allar með eldhúskrók með hellum og ísskáp. Einnig er lítil setustofa með sónvarpi. Gestir geta nýtt sér sameiginlega aðstöðu á Avenida Hotel sem er hinum veginn við götuna en þar er að finna sólbaðsaðstöðu ásamt lítilli sundlaug upp á efstu hæð hótelsins.
Athugið að ekki er sundlaug á Apartamentos Avenida en stutt er á ströndina, 150 metrar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.