Amalia er 2ja stjörnu íbúðagisting á Benidorm staðsett 350 metra frá ströndinni. Fínn valkostur fyrir fjölskyldur, íbúðir með einu svefnherbergi.
Íbúðirnar eru um 45 -65 fm og henta fyrir 1-2 eða 3 í gistingu.
Íbúðirnar eru einfaldar með svölum. Í íbúðunum er eldhús, baðherbergi, lítil stofa og eitt eða tvö svefnherbergi. Ýmislegt er til staðar í íbúðinni s.s. ísskápur, örbylgjuofn, þvottavél, ristavél, kaffivél og helluborð. Í stofunni er svefnsófi og sjónvarp.
Stutt er í alla afþreyingu en mikið líf er á Benidorm og því auðvelt að finna eitthvað við sitt hæfi. Terra Mitica er í 10 km fjarlægð og vatnsrennibrautagarðurinn Aqualandia er í um 5 km fjarlægð.
Útisundlaug er á gististaðnum og er lítill bar við hana en einnig eru sjálfsalar með drykkjum og snarli til staðar í andyri. Gististaðurinn er staðsettur stutt frá Levante ströndinni og stutt í alla afþreyingu.
Lykil fyrir íbúð þarf að sækja milli kl. 16.00 - 19.00
tel: +34 966 88 92 90
Gestir þurfa að yfirgefa íbúðirnar kl. 10:00 á brottfarardag.
Ath greiða þarf Tryggingu 200 EUR við innritun á hóteli.