Hotel Maya
Hótellýsing

Hotel Maya er mjög gott 3 stjörnu hótel frábærlega staðsett við rætur Santa Barbara kastalans, í 5 mínútna göngufjarlægð frá Alicante-ströndinni og í 10 mínútna göngufjarlægð frá miðbænum.  Öll herbergi eru með gervihnattasjónvarpi og minibar.   Stutt í alla þjónustu, veitingahús, verslanir, bari og kaffihús.  Öll herbergi eru loftkæld. Góð sundlaug og veitingastaður sem býður uppá rétti frá svæðinu og alþjóðlega rétti.  Einnig er kaffihús á staðnum. 

Plaza Mar verslunarmiðstöðin er í 100 metra fjarlægð.  C6 flugrútan stoppar í aðeins 50 metra fjarlægð frá hótelinu.

Hótelið hefur fengið  mjög góð ummæli frá gestum sínum varðandi staðsetningu og þjónustu.

Frábærlega staðsett hótel fyrir þá sem vilja njóta þess helsta sem Alicante hefur að bjóða !