Les Dunes Comodoro
Hótellýsing

Vel staðsett hótel!

Góður gistivalkostur sem er vel staðsettur á Costa Blanca beint fyrir framan Levante ströndina. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar er m.a. upplýsingaborð sem veitir ýmsa þjónustu. 

Á hótelinu er útisundlaug með góðri sólbaðsverönd en þar eru sólbekkir og sólhlífar en inni er minni sundlaug sem er hituð. Það er einnig líkamsræktaraðstaða á hótelinu og sauna. 

Einnig má finna hlaðborðsveitingastað sem býður uppá Miðjarðarhafsrétti og einnig val eftir matseðli. Á hótelinu er einnig kaffitería þar sem hægt er að sitja úti og fá sér kaffi og horfa út á strönd og er líða tekur á daginn njóta þess að fá sér drykk og yfir sumartímann eru oft lifandi tónlistaratriði á kvöldin.

Vatnagarðurinn Aqualandia er í um 3 km fjarlægð og skemmtigarðurinn Terra Mítica er í 10 km akstursfjarlægð frá hótelinu. 

Herbergin eru innréttuð í fallegum stíl og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, litlum kæli og á baðherbergi má finna hárþurrku. 

Junior svíta Comodoro, er með herbergi og aðskildri stofu og smá „eldhús“ horni þar sem er örbylgjuofn og ískápur og nokkur áhöld. Öll herbergi eru með svölum og sjávarútsýni. 

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Beint fyrir framan ströndina!