Nálægt strönd við Alicante borg
Fallegur gistivalkostur sem er staðsettur rétt fyrir utan Alicante borg en alveg við Playa de San Juan ströndina. Auðvelt er að fara með lest eða strætó til Alicante.
Hér er lítil sundlaug með góðri sólbaðsverönd en þar eru sólbekkir, sólhlífar og litlu kaffihúsi/sundlaugarbar. Einnig má finna veitingastað, kaffiteríu og barnaleiksvæði.
Herbergin eru innréttuð í látlausum stíl og búin öllum helstu þægindum eins og sjónvarpi, svölum, öryggishólfi (gegn gjaldi) og síma og á baðherbergi má finna hárþurrku.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma. Móttakan er opin allan sólarhringinn.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Notalegt hótel við strönd!