P&V Bahia Calpe
Hótellýsing

Beint fyrir framan ströndina!

Gott hótel á góðri staðsetningu, fyrir framan ströndina og stutt á veitingastaði. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar er m.a. upplýsingaborð sem veitir ýmsa þjónustu. 

Á hótelinu eru 2 sundlaugar, önnur er á þaki hótelsins með skemmtilegu útsýni yfir Miðjarðarhafið. Hin sundlaugin er á jarðhæðinni. Við báðar sundlaugar er góð sólbaðsverönd og þar eru sólbekkir, sólhlífar og hægt að fá sér drykk.  Einnig má finna hlaðborðsveitingastað sem býður upp á Miðjarðarhafsrétti og lögð áhersla á hráefni frá svæðinu í kring. Á þaki hótelsins er barinn Carpe Diem þar sem hægt er að fá bæði drykki og mat og njóta útsýnisins.

Herbergin eru innréttuð í þægilegum stíl og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, svölum, minibar, öryggishólfi og síma og á baðherbergi má finna hárþurrku. 

Vinsamlegast athugið að gæludýr eru leyfð á hótelinu. 

Ef gestir eru í hálfu fæði þá eru drykkir ekki innifaldir einungis morgunmatur og kvöldmatur. 

ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Sundlaug á þakinu!