Góður og nýlegur gistivalkostur á Benidorm sem er einungis fyrir 16 ára og eldri. Hótelið er staðsett í 10-12 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Hótelið var áður rekið undir nafninu Marconfront Essence sem sumir þekkja betur.
Hótelið er nútímalega innréttað og herbergin björt og falleg. Herbergin eru svítur þar sem er svefnaðstaða ásamt setustofu. Þær eru allar búnar svölum, loftkælingu, síma, sjónvarpi, öryggishólfi (gegn gjaldi) og hraðsuðukatli. Á baðherbergi er hárþurrka. Á hótelinu og í herbergjum er frítt aðgengi þráðlausu interneti (Wi-Fi) fyrir hótelgesti.
Lögð er áhersla á fjölbreytta afþreyingu fyrir fullorðna. Hægt er að taka þátt í eróbikk tímum, fá danskennslu og þá er hér einnig aðstaða fyrir hjólreiðafólk (geymsla og þjónusta). Hér er einnig líkamsræktaraðstaða og heilsulind. Boðið er upp á lifandi tónlist eða plötusnúð á kvöldin yfir háannatímann. Það er óhætt að mæla með hótelinu fyrir fríið, hér er oft á tíðum mikil stemming og þar fyrir utan eru svíturnar fallega innréttaðar og notalegar.
Á hótelinu er veitingastaður og bar og hægt að bóka allt innifalið þjónustu. Vert er að taka fram að á hótelum sem bjóða allt innifalið þjónustu er ekki sjálfgefið að bjóða megi gestum inn í garðinn eða á hótelið. Misjafnlega strangt er tekið á þessu á milli hótela en góð regla er að spyrjast fyrir í móttöku áður en von er á gestum sem dvelja á öðrum gististöðum.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.