Frábært hótel með flottum garði og fjölbreyttri þjónustu, þetta er einn vinsælasti valkostur Heimsferða á Benidorm og ekki að ástæðulausu! Vel staðsett við Levante-ströndina og með einum besta aðbúnaði sem völ er á á Benidorm.
Herbergin eru mjög vel búin, öll með litlum ísskáp, sjónvarpi með gott úrval alþjóðlegra sjónvarpsstöðva, síma, loftkælingu (á sumrin) og öryggishólfi (gegn gjaldi).
Á hótelinu er glæsilegur veitingastaður og einnig er bar á jarðhæðinni. Garðurinn er stór og fallegur og með góðum og stórum sundlaugum en þar að auki er innisundlaug, líkamsrækt, gufubað, heitir pottar og sameiginleg tómstundaaðstaða þar sem finna má eitthvað fyrir alla.
Athugið að börn og þriðji fullorðinn sofa í svefnsófa.
Athugið: Munurinn á Allt innifalið og Allt innifalið plús er úrval drykkja. Í Allt innifalið eru eingöngu innlendir drykkir í boði á meðan Allt innifalið plús býður upp á alþjóðlega drykki.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.