Madeira Centro
Hótellýsing

200 metra frá ströndinni!

Hótel staðsett miðsvæðið í Benidorm. Fallegur gistivalkostur sem er staðsettur á Costa Blanca en Levante ströndin er í aðeins 150 metra frá hótelinu.

Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar er m.a. upplýsingaborð sem veitir ýmsa þjónustu. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða. 

Á hótelinu er útisundlaug með góðri sólbaðsverönd með sólbekkjum og litlum sundlaugarbar. Einnig má finna hlaðborðsveitingastað sem býður uppá Miðjarðarhafsrétti. 

Á 20. hæð er „Lounge & Bar Terraza“ þar sem er hægt  að sitja og njóta sólsetursins. 

Herbergin eru innréttuð í fallegum stíl og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, litlum ísskáp og síma og á baðherbergi má finna hárþurrku. 

DBL Terrace er með mögueikann á að hafa 4 fullorðna en við mælum með að það séu þá 2 fullorðnir og 2 “táningar” vegna þess að rúmin eru í sama rýminu. 

DBL standard er ekki með svölum og útsýni úr glugga er yfir bæinn. 

DBL terrace er ekki með svölum eða verönd, fer eftir því á hvaða hæð herbergið er.  

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Hótel staðsett miðsvæðis í Benidorm!