Hótel Palm Beach er 4* hótel í Benidorm, staðsett á „Rincón de Loix“ svæðinu sem er í 750 m. fjarlægð frá ströndinni. Hótelið er einnig staðsett í aðeins 800 m. fjarlægð frá skemmti-/vatnagarðinum Aqualandia og dýragarðinum Mundomar. Á hótelinu er útisundlaug með sundlaugarbar, upphituð innisundlaug, líkamsræktaraðstaða og gufubað.
Á veitingarstað hótelsins er hægt að fá sér mat í miðjarðarhafsstíl en einnig er bar á hótelinu sem býður upp á heita og kalda drykki og samlokur / létt snarl. Á Palm Beach er leiksvæði fyrir börn og barnaklúbbur er starfræktur yfir sumarið. Á laugardagskvöldum opnar diskótekið „El Templo“ en þar er dansað fram eftir nóttu.
Á hótelinu eru 299 herbergi sem eru innréttuð í á einfaldan hátt en í glaðlegum litum. Herbergin eru með svölum með útsýni yfir hótelgarðinn og sundlaugina en öll eru þau með tveimur 90 cm rúmum, loftkælingu, síma, kapalsjónvarpi og minibar. Baðherbergin eru með hárþurrku.
Unnt er að tengjast þráðlausu internet (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins.