Sandos Monaco
Hótellýsing

Góður gistivalkostur sem eingöngu er fyrir fullorðna, 16 ára og eldri. Hótelið er staðsett í um 250 metra frá Levante-ströndinni á Benidorm. Móttakan er opin allan sólarhringinn.

 

Hér er sundlaugargarður og  sólarverönd með sólbekkjum og sólhlífum. Þá er hér sundlaugarbar en eftir góðan sundsprett er hressandi að fá sér drykk og léttar veitingar þar.

Hér eru nokkrir veitingastaðir sem bjóða frábært úrval af mat af ýmsum toga. Hlaðborðsveitingastaður Sandos Monaco er með opið eldhús og þar er matreiddur bæði innlendur og alþjóðlegur matur. Gestir sem eru með mataróþol eða ofnæmi geta óskað eftir fæði við  hæfi en óska þarf eftir því áður en komið er á veitingastaðinn. Einnig er hér Indverskur veitingastaður og staður sem býður m.a. upp á grænmetisrétti, ásamt fjölda annarra spennandi rétta. Hér eru einnig barir sem bjóða upp á fjölbreytt úrval drykkja.

Í Deluxe Select herbergjum fá gestir betri þjónustu, baðslopp, freyðivín við komuna, kaffi- og te bakki á herbergjum. 

Heilsulindin býður upp á ýmis konar meðferð fyrir líkama og sál en þar er innilaug, tyrkneskt bað, gufubað, nuddpottar, sauna, köld laug og margt fleira. Hér er einnig líkamsræktaraðstaða og leikherbergi þar sem hægt er að fara m.a. í borðtennis. Þá er hér hægt að fara í vatnsleikfimi, pilates,Tai Chi og danskennslu. 

Unnt er að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum. 

Herbergin eru með loftkælingu, sjónvarp, síma, öryggishólf gegn gjaldi, minibar og hljóðeinangruð. Öll eru þau með verönd eða svölum með útihúsgögnum og víðáttumiklu útsýni. Baðherbergin eru með baðkari með sturtu og hárblásara.

Þjónusta þar sem allt er innifalið felur í sér að morgun-, hádegis- og kvöldverður er innifalinn í verði meðan á dvöl stendur og einnig drykkir, óáfengir og áfengir (innlendir), og gjarnan létt snarl á milli mála. Ef hótelið er með a la carte veitingastað er misjafnt hve oft er í boði að fara meðan á dvöl stendur, þá er einnig misjafnt hvort kvöldverður þar sé gegn aukagjaldi eða ekki. Þjónusta þar sem allt er innifalið er ávallt með einhverjum takmörkunum, upplýsingar um það fást við komu. 

Vert er að taka fram að á hótelum sem bjóða þjónustu þar sem allt er innifalið er ekki sjálfgefið að bjóða megi gestum inn í garðinn eða á hótelið. Misjafnlega strangt er tekið á þessu á milli hótela en góð regla er að spyrjast fyrir í móttöku áður en von er á gestum sem dvelja á öðrum gististöðum.

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.