AR Diamante Beach Spa
Hótellýsing

Hótelið er hannað í klassískum stíl með fallegt útsýni yfir Rock of Ifach og yfir ströndina. 

Herbergin eru snyrtileg, öll búin svölum, síma, öryggishólfi, sjónvarpi, loftkælingu og á baðherbergi má finna hárþurrku.

Í garðinum er að finna tvær sundlaugar og eina barnalaug, góða sólbaðsaðstöðu og bar. 

Veitingastaður hótelsins býður uppá hlaðborð í miðjarðarhafsstíl, en á sumrin býðst gestum upp á að sitja úti á verönd hótelsins. Einnig er hér píanóbar, kaffitería og heilsulind þar sem hægt er að njóta í rólegu umhverfi og panta meðferðir sem næra líkama og sál.

ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel. 

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Einfalt en gott hótel á góðri staðsetningu á Calpe.