Hótel með afar fallegum sundlaugagarði sem býður upp á góða og fjölbreytta þjónustu, ásamt því að vera vel staðsett við Ricon de Loix og aðeins 700 m frá Levante-ströndinni sjálfri.
Öll herbergi á hótelinu eru fallega innréttuð með svölum sem snúa út í garðinn. Þau eru með sjónvarpi, síma, minibar, öryggishólfi (gegn gjaldi), hárþurrku og þá er boðið upp á herbergisþjónustu fyrir þá sem vilja nýta sér þá þjónustu.
Afar fallegur sundlaugargarður er á svæðinu þar sem eru 2 sundlaugar og barnalaug. Þarna eru að sjálfsögðu sólbekkir og sólhlífar fyrir þá sem vilja. Þá er hér heilsulind með innisundlaug, gufubaði og tyrknesku baði og boðið upp á ýmsar tegundir af nuddi og öðrum heilsumeðferðum. Góð aðstaða fyrir börn er á svæðinu, t.a.m. barnaleiksvæði og barnaklúbbur.
Hlaðborðsveitingastaður og snarlbar eru á staðnum ásamt bar þar sem m.a. er spiluð tónlist í beinni á kvöldin. Skemmtidagskrá fyrir bæði börn og fullorðna er í boði á daginn og á kvöldin.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.