Hotel Benikaktus
Hótellýsing
Hotel Benikaktus er einfalt 3 stjörnu hótel sem staðsett er í enda Levante strandarinnar á Benidorm. Örstutt ganga er á ströndina og um 20 - 30 mínútur að gamla bænum á Benidorm. Hótelið er snyrtilegt en aðeins komið til ára sinna og þar er að finna sundlaug með góðri sólbaðsaðstöðu, veitingastað og bar. Herbergin eru öll með loftkælingu, baðherbergi, hárþurrku, sjónvarpi og síma, minibar og öryggishólfi. Ókeypis nettenging er á hótelinu. Veitingastaður hótelsins býður uppá hlaðborð. Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum. Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar. Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega. Á sumum gisti- og áfangastöðum þarf að greiða ferðamannaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn. 3 stjörnu hótel á Benidorm við Levante ströndina með fallegu útsýni yfir miðjarðarhafið.