Hótel Helios Benidorm er 500 metra frá Levante-ströndinni, í hjarta ferðamannasvæðis Benidorm.
Þetta hótel er með sólarhringsmóttöku, heilsulind með heitum potti, gufubaði og tyrknesku baði. Einnig er þar útisundlaug sem er upphituð á veturna. Hótelið er í stuttri göngufjarlægð frá vinsælustu börum og verslunum miðbæjar Benidorm. Herbergin á Hotel Helios eru rúmgóð og þægileg. Öll herbergin eru með sér svalir og gervihnattasjónvarp. Þau eru einnig með loftkælingu, öryggishólfi, litlum ísskáp og sérbaðherbergi.
Á hótelinu er kaffibar og hlaðborðsveitingastaður með opnu eldhúsi sem býður upp á fjölbreyttan alþjóðlegan mat. Barinn og sundlaugarsvæðið eru opin eftir árstíðum. Einnig er hársnyrtistofa, og reiðhjólasvæði á staðnum.
Aqualandia-vatnagarðurinn er í aðeins 1 km fjarlægð.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.