MedPlaya Agir
Hótellýsing

Agir Hotel er nútímalegt 4 stjörnu hótel staðsett á Avenida Mediterraneo, í aðeins 2 mínútna göngufjarlægð frá Levante ströndinni og nálægt gamla bænum í Benidorm.

Hótelið býður upp á 76 þægileg, vel búin herbergi sem eru innréttuð í björtum, nútímalegum stíl. Öll herbergin eru með loftkælingu, flatskjá, öryggishólfi, síma ásamt með fullbúnu baðherbergi með hárþurrku. 

Veitingastaðurinn er staðsettur á fimmtu hæð sem gefur gestum tækifæri til að njóta matarins á stóru sólríku veröndinni eða að borða inni í matslanum. Það er einnig kaffitería og bar þar sem hægt er að finna úrval af tapasréttum frá héraðinu.

Á þaki hótelsins er þaksundlaugar ásamt sólbekkjum með útsýni yfir svæðið og út á sjó. Þarna er einnig kokteilbar sem býður uppá úrval kokteila. 

Unnt er að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Huggulegt og vel staðsett hótel!