Hotel Port Alicante City & Beach
Hótellýsing

Hótelið er staðsett í San Juan sem er strandlengja rétt um 8 km norður af Alicante borg.  Stutt er að fara inn í borg ef menn hafa áhuga á því en alla þjónustu er hægt að sækja á þessu svæði og skemmtilegir litlir veitingastaðir við strandlengjuna. 

Hótelið sjálft fór í gegnum mikla yfirhalningu 2022 og er núna fjögurra stjörnu hótel sem er staðsett um 800 metra frá ströndinni.  

Á hótelinu eru 2 sundlaugar, önnur með góðri sólbaðsverönd en þar eru sólbekkir, sólhlífar. Sundlaugabar er opin allan ársins hring. 

Einnig má finna hlaðborðsveitingastað sem býður uppá Miðjarðarhafsrétti. 

Herbergin eru innréttuð í fallegum stíl og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi,öryggishólfi og síma og á baðherbergi má finna hárþurrku. 

Boðið er upp á tvíbýli og greitt er hærra verð fyrir tvíbýli með svölum.  

Á þaki hótelsins er nýlega búið að opna Sky bar Boga þar sem boðið eru uppá lifandi tónlist og hægt að fá sér kokteila. 

Skemmtilegt andrúmsloft og hægt að senda póst áður á  portalicante@porthotels.es til að taka frá sæti. 

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Fallegt hótel á góðri staðsetningu!