Flamingo Oasis
Hótellýsing

Flamingo Oasis er 4ra stjörnu hótel staðsett í 15 mínútna gangi frá Levante ströndinni á Benidorm. Gott aðgengi er fyrir hjólastóla á hótelinu. Hótel Flamingo Oasis er við hliðina á hótelinu Melía Benidorm.  Hótelið er staðsett í nýrri hluta Benidorm og er stutt í alla þjónustu. Herbergin eru rúmgóð, snyrtileg og með svölum. sima, loftkælingu, gervihnatta sjónvarp, minibar og wi-fi ( aukagjald) Baðherbergi eru með baðkari/sturtu og hárþurrku. Club herbergin eru  eingöngu fyrir 18 ára og eldri og eru á efstu hæðunum.  Gestir Club herbergja hafa aðgang að roof-top sundlaug og Club Lounge.Í garðinum er sundlaug, bar og veitingastaður. 

Á hótelinu er einnig líkamsræktaraðstaða, mini golf, borðtennisborð, billiard og leikherbergi.  Á hótelinu er veitingastaður, snakk bar og hlaðborðstaður. Athugið að hótelið býður eingöngu uppá allt innifalið. 

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.