Hotel Spa Porta Maris by Melia
Hótellýsing

Einstaklega vel staðsett hótel við bátahöfnina og ströndina í Alicante borg, hótel sem gerir þér kleift að njóta þess besta af bæði sólarferð og borgarferð. Hotel Spa Porta Maris hótelið er staðsett á tanganum við hlið Melia Alicante hótelsins sem svo margir þekkja. Hótelið er steinsnar frá miðbænum en aðeins er um 15 mínútna gangur í gamla bæinn. Frá hótelinu er útsýni yfir á ströndina í Alicante, sem er í aðeins nokkura mínútna göngufjarlægð. Þá er hótelið skammt frá spilavítinu Casion Mediterráneo. Í nágrenni hótelsins er að finna úrval af veitingastöðum, börum og næturklúbbum. Móttakan er opin allan sólarhringinn og þá er hér veitingastaðurinn Marabierta sem býður upp á útsýni yfir sjóinn og bryggju Alicante. Morgunverðarhlaðborð er borið fram í Alborada salnum en þaðan er fallegt útsýni yfir Alicante flóann. Á hótelinu er sólbaðsaðstaða sem er undir glerþaki með innisundlaug og sólbekkjum en gestir hótelsins geta notið aðstöðunnar einu sinni á dag án endurgjalds yfir sumartímann. Oftar en það á dag og yfir vetrartímann, október-mars, er aðgangur gegn gjaldi. Fyrir þá sem vilja njóta sólarinnar meira er örstutt að ganga á ströndina. Hótelið býður einnig upp á líkamsræktaraðstöðu og heilsulind gegn aukagjaldi. Heilsulindin býður upp á upphitaða sundlaug og nuddpott. Hér er einnig hægt að bóka nuddmeðferðir ásamt líkams- og andlitsmeðferðum til að gera vel við sig. Unnt er að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum. Herbergin eru fallega búin og öll með loftkælingu, kaffi/tekatli, flatskjá, síma, svölum eða verönd. Á herbergjunum eru einnig öryggishólf og minibar (gegn gjaldi) og á baðherbergi er hárþurrka. Vert er að taka fram að hér dvelur þú á eigin vegum, en Heimsferðir eru ekki með starfandi fararstjóra í borginni og rútuferð til og frá flugvelli á vegum okkar er ekki í boði, en auðvelt að taka leigubíl, strætisvagn eða lest inn í borgina frá flugvellinum. Einstakt tækifæri til að dvelja í þessari fallegu borg. Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.