Stórskemmtilegur gistivalkostur sem býður upp á 3000 m² vatnagarð í sjálfum hótelgarðinum. Örstutt er á La Cala ströndina en hún er aðeins í um 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Miðbær Benidorm er í aðeins um 15 mínútna aksturfjarlægð frá hótelinu þar sem finna má bari, veitingastaði og verslanir.
Allar íbúðir hótelsins eru með svölum, loftkælingu, eldhúsaðstöðu, síma og sjónvarpi. Á baðherbergi er baðkar með sturtu og hárblásari. Unnt er að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og einnig í herbergjum.
Á hótelinu er mjög stór vatnagarður sem heitir Pirate´s Adventure. Í honum eru 6 vatnsrennibrautir, risastórt sjóræningjaskip, vatnagöng, fjölmörg tæki og þrautir, fossar og margt fleira. Þá er hér 1000 m² stór sundlaug með nuddpotti, sundlaugarbar, snarlbar og sólarverönd með tvíbreiðum sólbekkjum.
Veitingastaðirnir eru þrír en á þeim er boðið upp á fjölbreytt úrval rétta, allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi. Einnig er hér nokkrir barir með sem staðsettir eru víðsvegar um hótelið en þeir bjóða allir upp á úrval drykkja og létta veitingar. Einn af þeim, Aruba Chill Out, er ætlaður eingöngu fullorðnum, 18 ára og eldri. Móttakan býður upp á margvíslega þjónustu en hún er opin allan sólarhringinn. Í móttöku er einnig að finna bar sem býður upp á ýmsa drykki og léttar veitingar.
Á hótelinu er hægt að panta allt frá morgunverði til Allt innifalið. Ef valið er Allt innifalið geta gestir notið allra máltíða, drykkja og snarls á hlaðborðsveitingastöðum hótelsins. Einnig er hægt að velja Allt innifalið ultra en þá geta gestir einnig pantað borð á þematengdum veitingastöðum (þarf að bóka fyrirfram) og jafnvel fengið senda pizzu upp á herbergi. Athugið að hér er hægt að panta barnamatseðil fyrir börn og einnig sérstakan matseðil fyrir þá sem eru með fæðuofnæmi eða óþol (þarf að láta yfirmann eldhúss vita með 24 tíma fyrirvara).
Sjá nánar um fæði og það sem er innifalið hverju sinni: https://en.magictropicalsplash.com/ultra-all-inclusive/
Á hótelinu eru þrír barnaklúbbar starfræktir sem ætlaðir eru börnum 4-7 ára, 8-12 ára og 13-16 ára. Í klúbbunum fer fram skemmtileg dagskrá og því er nóg um að vera fyrir börn á öllum aldri. Í tölvuleikherberginu eru fjölmargir leikir sem börn og fullorðnir á öllum aldri geta skemmt sér í. Líkamsræktaraðstaða og heilsulind eru hér en hægt er að fara í ýmis konar líkamsmeðferðir og þá eru hér heitir pottar, tyrkneskt bað, sauna, ísbað og margt fleira.