Hotel Regente er staðsett aðeins nokkrum mínútum frá Levante-ströndinni og hefur verið endurnýjað að fullu árið 2020. Hótelið býður nú upp á enn meiri þægindi og hefur verið algjörlega endurhannað með nútímalegum innréttingum.
Öll hótelherbergin eru með ljósum nútímalegum innréttingum og eru búin loftkælingu, flatskjá, litlum ísskáp, öryggishólfi (gegn leigu), svölum og fullbúnu baðherbergi með sturtu eða baðkari og hárþurrku.
Veitingastaðurinn, barinn og móttökusvæðið hafa einnig fengið algjöra endurnýjun með nútímalegum Miðjarðarhafsstíl. Veitingastaðurinn býður upp á hlaðborðsmáltíðir með ýmsum réttum og þar eru einnig reglulega þemakvöld.
Það eru tvær útisundlaugar og skemmtidagskrá og kvöldskemmtun á hverjum degi.
Unnt er að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Njóttu frísins með fullt af afþreyingu, sól og strönd.