Gran hotel Sol y Mar
Hótellýsing

Hótel fyrir 16 ára og eldri staðsett í Calpe !

Fallegur gistivalkostur sem er staðsettur í Calpe og tilvalin fyrir pör sem vilja hafa það náðugt. Mjög stutt frá ströndinni og fallegt útsýni yrir Miðjarðarhafið. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar er m.a. upplýsingaborð sem veitir ýmsa þjónustu. 

Á hótelinu má finna „The Food Gallery“ þar sem hægt er að fá bæði mat í hlaðborðsstíl eða af matseðli. Þar er einnig að finna veitingastaðinn Abiss sem státar af frábærum mat og útsýni yfir „ Peñon de Ifach“. Á sumrin er síðan strandarklúbburinn opinn þar sem hægt er að sitja úti og njóta miðjarðarhafsmatseldar og skemmtidagskrár. 

Herbergin á hótelinu eru innréttuð í notalegum stíl og búin öllum helstu þægindum. 

Exterior herbergi eru með , loftkælingu, góðu sjónvarpi, síma, öryggishólfi, Nespresso kaffivél og þá eru rúmin einstaklega þægileg með rúmfötum úr egypskum bómul. Þriðji aðili sem gistir í herbergi er á 90 cm aukarúmi/bedda.  

Herbergi með sjávarsýn eru öll með sýn yfir hafið og Calpe flóanum. Þau eru með loftkælingu, góðu sjónvarpi, síma, öryggishólfi, Nespresso kaffivél og þá eru rúmin einstaklega þægileg með rúmfötum úr egypskum bómul. 

ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Eitt af betri hótelum í Calpe!