Hotel Benidorm Center er gott 4 stjörnu hótel sem staðsett er miðsvæðis á Benidorm, einungis í 5 mínútna göngufæri frá Levante ströndinni. Það er eingöngu fyrir 16 ára og eldri.
Hótelið er fallega innréttað í björtum og nútímalegum stíl og með öllum helstu þægindum 4 stjörnu hótela. Herbergin eru smekklega innréttuð í ljósum litum og öll með sjónvarpi, þráðlausu neti (wifi), síma, loftkælingu og öryggishólfi (gegn gjaldi). Baðherbergi eru með hárþurrku.
Sundlaug er í hótelgarðinum ásamt góðri sólbaðsaðstöðu. Hlaðborðsveitingastaður er á staðnum en einnig bar, snakkbar og kaffihús.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.
Gott hótel sem er frábærlega vel staðsett og steinsnar frá ströndinni.