Sunconfort Agua Azul
Hótellýsing

Sunconfort Agua Azul er vinsælt hótel í Benidorm, sérstaklega vegna staðsetningar þess. Aðeins 400 metrar eru á ströndina Playa de Levante og hótelið er einnig í hjarta Benidorm, nálægt gamla bænum, þar sem nóg er um að vera og auðvelt að finna veitingastaði, kaffihús o.s.frv. Þá er hótelið í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð frá helstu vatnagörðum Benidorm.

Fallegt garðsvæði er í kringum hótelið með stórri útisundlaug, verönd og bar undir berum himni sem er opinn yfir sumarmánuðina.

 

Tilvalið hótel fyrir þá sem vilja hafa úrval þjónustu í næsta nágrenni.