Gott hótel með huggulegum blæ !
Vinalegt hótel sem er nálægt Poniente ströndinni en líka stutt ganga að Levante ströndinni.
Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar er m.a. upplýsingaborð sem veitir ýmsa þjónustu
Á hótelinu er sundlaug með góðri sólbaðsverönd en þar eru sólbekkir og sólhlífar.
Einnig er boðið upp á hlaðborðsmorgunmat. Malaspina veitingastaður hótelsins er mjög vinsæll og gaman að prófa.
Herbergin eru innréttuð í fallegum stíl og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, svölum, öryggishólfi og síma og á baðherbergi er annaðhvort sturta eða baðkar og þar má finna hárþurrku. .Lítill kælir er á herbergi en greitt er aukalega fyrir minibar. Möguleiki að fá samliggjandi herbergi ef beðið er um það sérstaklega.
Standard herbergi er um 18 fm og með svölum sem snúa að garði eða sundlaug
Hægt er að bóka “deluxe” og “privilige” herbergi ef óskað er eftir. Talið við sölumenn okkar.
Deluxe herbergi er um 35 fm og er King size stærð á rúmi. Svalir eru 10 fm með sundlaugarsýn og 55" sjónvarpi. VIP pakki sem inniheldur minibar með fríum áfengislausum drykkjum, Nespresso kaffivél, baðsloppa og inniskó.
Privilege herbergi er með 5 fm svölum sem snúa að sundlaug. King size stærð á rúmi. 55" sjónvarpi. VIP pakki sem inniheldur minibar með fríum áfengislausum drykkjum, Nespresso kaffivél, baðsloppa og inniskó.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Fallegt hótel á góðri staðsetningu!