Hotel Cabana er fjölskylduvænt og notalegt hótel staðsett í rólegu íbúðarhverfi á Benidorm, í aðeins 10 mínútna göngufjarlægð frá Poniente-ströndinni. Hótelið er umkringt börum, veitingastöðum og verslunum og er aðeins í 20 mínútna fjarlægð frá gamla bænum.
Herbergin á Hotel Cabana eru rúmgóð og björt. Herbergin eru með svölum, loftkælingu, síma, öryggishólfi (gegn gjaldi) og sjónvarpi. Ekki er minibar né kælir. Baðherbergi eru með baðkari og hárþurrku. Frítt þrálaust net er á sameiginlegum svæðum hótelsins en ekki í herbergjum.
Sundlaug hótelsins er opin yfir sumartímann og hefur 2 aðskilin svæði, annað fyrir börn og hitt fyrir fullorðna. Á sundlaugasvæðinu geta gestir notið sólbaða á góðri verönd með sólbekkjum og sólhlífum.
Á sumrin eru boðið upp á margs konar afþreyingu, m.a. skipulagðir ýmsir leikir fyrir börn og þá er boðið upp á tónlist og dans fyrir fullorðna á hverju kvöldi. Á hótelinu er einnig afþreyingarherbergi með sjónvarpi, föndurstofa og leiksvæði fyrir börn. Þá er biljarðborð og borðtennisborð á staðnum. Einnig er hægt að skella sér í klippingu því hárgreiðslu- og snyrtistofa er á hótelinu.
Hlaðborðsveitingastaður með fjölbreytt úrval alþjóðlegra rétta er á hótelinu þar sem boðið er upp á morgun-, hádegis- og kvöldverð. Ef þess er óskað, er hægt að biðja um hádegismat til að taka með sér út og þá eru einnig sérstakir matseðlar í boði fyrir gesti með fæðuofnæmi ( athugið að nauðsynlegt er að láta matreiðslumenn vita með fyrirvara). Á hótelinu er einnig kaffihús og sundlaugarbar sem býður upp á drykki og snarl.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.