Gala Placidia
Hótellýsing

Hotel Gala Placidia er staðsett um 600 metra frá Playa de Levante ströndinni á Benidorm. 

Á hótelinu er  útisundlaug, sólarverönd með sólstólum og herbergi með sérsvölum. Öll herbergin á Gala Placidia eru með loftkælingu og upphitun ásamt sérbaðherbergi. Það er líka sjónvarp og sími í hverju herbergi. 

 hótelinu er veitingastaður í hlaðborðsstíl og kaffibar með sjónvarpi og internetaðgangi. 

Gala Placidia býður upp á afslátt í heilsulindinni á Hotel Dynastic, í 180 metra fjarlægð. Boðið er upp á fjölbreytta skemmtidagskrá 6 daga vikunnar. 

Það er strætóstoppistöð í 100 metra fjarlægð frá hótelinu og Playa de Levante er fullt af börum, veitingastöðum og verslunum. Það er líka útimarkaður í 5 mínútna göngufjarlægð og á ströndinni er ýmis vatnsíþróttaaðstaða.

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.