Complejo Belroy er staðsett örskammt frá Levante-ströndinni (1 mín. gangur) og í fimm mínútna göngufjarlægð frá gamla bænum í Benidorm. Upplagt fyrir þá sem leita að vel staðsettu hóteli á góðu verði.
Herbergin eru ekki stór (12 fm) en með öllu því nauðsynlega, loftkælingu, fríu þráðlausu neti (wifi), sjónvarpi, katli (te/kaffi), skrifborði, síma og öryggishólfi (gegn gjaldi). Hægt er að velja á milli herbergja með svala eða án svala. Herbergi án svala er ódýrasti kosturinn en upplagður fyrir þá sem vilja vera á vel staðsettu 4 stjörnu hóteli á góðu verði. Baðherbergin eru með hárþurrku og stækkunarspegli.
Öll sameiginleg aðstaða á hótelinu er vel hirt. Í garðinum er sundlaug ásamt sólbekkjum og sólhlífum. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og kaffibar en einnig glæsilegur japanskur veitingstaður og flottur bar sem býður upp á yfir 100 bjórtegundir ásamt góðu spænsku meðlæti eins og hráskinku og ostum!
Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu, gufubað og innisundlaug sem er í notkun á veturna.