Hér er um að ræða einfalda íbúðargistingu, staðsett við Poniente ströndina á Benidorm.
Hótelið er nýlega uppgert og snýr að hafinu.
Íbúðirnar eru einfaldar en snyrtilegar og eru um 65 fm. Í öllum íbúðum er að finna stofu með svefnsófa og sjónvarpi, þá er hér einnig eldhúskrókur með helsta leirtaui, te- og kaffi aðstöðu, kaffivél, örbylgjuofni. Í íbúðum er einnig loftkæling, öryggishólf og á baðherbergi er hárþurrka og snyrtivörur.
Í garðinum er lítil sundlaug ásamt sólbekkjum. Frá hótelinu er beinn aðgangur á ströndina.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Lykil fyrir íbúð þarf að sækja milli kl. 16.00 - 19.00
tel: +34 966 88 92 90
Gestir þurfa að yfirgefa íbúðirnar kl. 10:00 á brottfarardag.
Ath greiða þarf Tryggingu 200 EUR við innritun á hóteli.