Hotel Melia Alicante
Hótellýsing

Einstaklega vel staðsett hótel hvað varðar bátahöfnina og ströndina í Alicante borginni, hótel sem sameinar tvo frábæra kosti – borgarstemmningu og strandarstemmningu.
Hótelið býður fjölbreytta þjónustu en hér er sundlaug, sólbekkir og sólhlífar og er dagskrá í boði yfir daginn fyrir börn og fullorðna.


Móttakan er opin allan sólarhringinn og þá er hér veitingastaður og barir ásamt þægilegri líkamsræktaraðstöðu. Við hliðina á þessu hóteli er Wellness Center Alicante heilsulindin og fá gestir hótelsins sérstök kjör þar.


Herbergin eru fallega búin og öll með loftkælingu, kaffi og tekatli, sjónvarpi, síma, svölum eða verönd og snúa ýmist að ströndinni eða bátahöfninni. Á herbergjunum eru einnig öryggishólf og mini-bar (gegn gjaldi) og á baðherbergi er hárþurrka.