Einfalt hótel á góðri staðsetningu!
Hótelið er aðeins 600 metra frá Playa de Levante ströndinni, Allt í kringum hótelið eru verslanir, veitingastaðir og barir. Hægt er að sameina allskonar spameðferðir við fjölbreytta afþreyingu á hótelinu, stinga sér í útisundlaugina eða í upphitaða innisundlaug sem er opin allt árið.
All inclusive þjónusta er í boði á hótelinu og er hlaðborðsveitingastaður þar sem boðið er uppá Miðjarðarhafsrétti og alþjóðlega matargerð. Píanóbar er opin á kvöldin.
Þetta er hótel sem hentar fólki sem vill vera í stuði , hentar kannski ekki endilega fjölskyldufólki þar sem það eru oft hópar og mikil stemning.
Hótelið er með góðri sólbaðsaðstöðu og tveimur sundlaugum. Þá er einnig snarl bar og bar við sundlaugina þar sem hægt er að kaupa sér léttar veitingar. Önnur sundlaugin er innisundlaug og hægt að fara einu sinni á tímabilinu sem gestir eru á hótelinu. Tekið er gjald fyrir næstu skipti. Skemmtilegt barna “splash” leiksvæði er í einum hluta útisundlaugarinnar.
Einnig er líkamsræktaraðstaða og bike center á hótelinu og hægt að fara í nudd og allskonar meðferðir gegn aukagjaldi.
Herbergin eru rúmgóð með sjónvarpi, minibar og öryggishólfi gegn gjaldi. Öll herbergi eru loftkæld. Hárþurrka og hreinlætisvörur á baðherbergi.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Fínt hótel á góðri staðsetningu!