Hotel Gold Arcos
Hótellýsing

Hotel Gold Arcos er fjögurra stjörnu hótel sem er staðsett í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá Levante ströndinni á Benidorm. Hótelið er splunkunýtt og eru því bæði herbergi og sameiginleg aðstaða í mjög góðu ásigkomulagi. Allt í kring um hótelið eru barir og diskótek þannig að hótelið er t.a.m. upplagt fyrir þá sem vilja skemmta sér á Benidorm. 

Tvær herbergistýpur eru í boði, annars vegar Gold og hins vegar Gold Premium. Báðar herbergistýpurnar eru rúmgóðar, 32 m2 með verönd. Á herbergjum er sjónvarp, sími, loftkæling, öryggishólf, þráðlaust internet (WiFi), hraðsuðuketill og þá er boðið upp á mismunandi tegundir af koddum (pillow menu). Baðherbergin eru með sturtu, stækkunarspegli og hárþurrku. Aðal munurinn á Gold og Gold Premium er að þau síðarnefndu eru með stórri opinni verönd (18 m2) og eru einnig með kaffivél með kaffihylkjum.

Á þaki hótelsins er sólbaðaðstaða, sundlaug og nuddpottur. Þá er hér hlaðborðsveitingastaður og bar. Gott hjólastjólaaðgengi er á öllu hótelinu.

Athugið: Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.