Hotel Brisa er fallega hannað 4 stjörnu hótel sem staðsett er á rólegum stað við Levante ströndina í Rincón de Lox hverfinu á Benidorm. Öll sameiginleg aðstaða er til fyrirmyndar og er hótelið staðsett alveg við ströndina með fallegu útsýni yfir hafið.
Herbergin eru litrík og öll með loftkælingu, sjónvarpi, síma, þráðlausu neti (WiFI), minibar og öryggishólfi. Baðherbergi eru með hárþurrku.
Lítil sundlaug og sólbaðsaðstaða er við hótelið en aðeins nokkrir metrar yfir á fallega ströndina. Veitingastaður, bar og snakkbar eru á hótelinu. Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.
Gott hótel með frábærri staðsetningu við fallega ströndina á Benidorm.