RH Ifach
Hótellýsing

Mikil náttúrufegurð er á Calpe – ein sú fegursta á Spáni. RH Ifach er gott 4* fjölskylduhótel, vel staðsett og á fallegum stað. Hótelið er aðeins í um 150 metra fjarlægð frá fallegri ströndinni í Calpe þar sem stórkostlegt útsýni er yfir Ifach klettinn sem einkennir Calpe svæðið.

Herbergin eru rúmgóð og snyrtileg og öll með svölum. Öll helstu þægindi eru að finna á herbergjunum eins og sjónvarp, síma, öryggishólf og þráðlaust net (wifi).

Fallegur garður með sundlaug ásamt nuddpotti og þá er innisundlaug fyrir þá sem vilja meiri rólegheit. Kvöldskemmtanir eru í boði nokkur kvöld í viku og barnaklúbbur er starfræktur fyrir börnin sem gerir hótelið að frábærum gistivalkosti á þessu fallega svæði. 

Hlaðborðsveitingastaður er á staðnum ásamt bar og kaffihúsi. Einnig er útiveitingastaðurinn La Palapa rétt við sundlaugina. 

Hægt er að fá barnarúm leigt á staðnum gegn gjaldi, 10€ á dag. 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.

ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.