Hér er um að ræða gott fjögurra stjörnu hótel
Fallegur gistivalkostur sem er staðsettur í hjarta Benidorm en stuttur gangur er inn í miðbæinn og niður að Levante ströndinni.
Hér er bæði lítill og kósý sundlaugargarður með sólbaðsverönd en þar eru sólbekkir, sólhlífar og sundlaugarbar.
Einnig má finna bar og litla „infinity“ sundlaug á þaki hótelsins sem er ætluð einöngu fullorðnum 18 ára og eldri. Þar eru oft plötusnúðar að spila tónlist og skemmtileg stemning ásamt glæsilegu útsýni yfir svæðið. Það er ekki amalegt að sitja þar í kvöldsólinni og njóta!
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar má einnig finna bar og notarlega setustofu.
Herbergin eru mjög rúmgóð og innréttuð í björtum en einföldum stíl. Þau eru búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, svölum, öryggishólfi og síma og á baðherbergi má finna hárþurrku.
Öll double herbergi snúa í átt að bakgarði en double superior snúa út í garðinn.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Fallegt hótel á góðri staðsetningu!