Rosamar
Hótellýsing

 

Góður gistivalkostur sem staðsettur aðeins 400 metra frá Levante ströndinni. Hótelið er fjölskylduvænt og býður upp á alls kyns afþreyingu. Stutt er í alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari.

 

Herbergin eru 364 á Rosamar en þau eru rúmgóð og með loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, litlum ísskáp, hraðsuðukatli og öryggishólfi (gegn gjaldi). Þá eru herbergin með svölum og garðhúsgögnum. Baðherbergi eru með baðkari og hægt er að biðja um hárþurrku (gegn gjaldi). Gott aðgengi er fyrir fatlaða. Unnt er að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins en í herbergjum er það hægt gegn gjaldi.  

 

Í garðinum er sundlaug fyrir fullorðna og börn en í barnalauginni eru fjölmargar vatnsrennibrautir sem gera ævintýri hvers dags ennþá skemmtilegri. Í kringum sundlaugarnar eru sólbekkir og sólhlífar, þá er þar snarlbar sem býður upp á fjölbreytt úrval drykkja og léttar veitingar. Ýmis afþreying er í boði. Hér er t.a.m. líkamsræktaraðstaða og heilsulind en þar er innilaug, heitur pottur, sauna og gufa. Einnig er hægt að fara í nudd og aðrar heilsumeðferðir (gegn gjaldi). 

 

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður með opnu eldhúsi en vikulega eru þar haldnir þemakvöldverðir. Gestir geta einnig notið ljúffengra kokteila og annarra drykkja við ljúfa tóna á píanóbar hótelsins. Þá er kaffihús í móttökunni sem býður upp á ýmsa drykki en hún er opin allan sólarhringinn. Nálgast má ýmsa þjónustu í móttökunni, m.a. miðakaup vegna skoðunarferða, gjaldeyriskaup og fleira.