Hotel Poseidon Resort
Hótellýsing

Hotel Poseidon Resort er 3 stjörnu hótel sem staðsett er rétt við gamla bæinn miðsvæðis á Benidorm. Stutt er á Levante ströndina (350m) og í iðandi mannlíf og verslanir gamla bæjarins. 

Á hótelinu eru 466 herbergi, öll innrétt í látlausum stíl og með litlum ísskáp, öryggishólfi, gervihnattasjónvarpi, loftkælingu/hitun (fer eftir árstíð) og þráðlausu interneti (WiFi). Rúmin eru með góðum memory foam dýnum. Baðherbergin eru með baðkari eða sturtu og hárþurrku. 

Hótelið samanstendur af tveimur byggingum sem nota sameiginlegan garð. Tvær sundlaugar og tvær barnalaugar eru í garðinum.

Boðið er upp á fjölbreytta afþreyingu á hótelinu, bæði fyrir börn og fullorðna. Einnig er starfræktur barnaklúbbur fyrir yngstu kynslóðina. Þá er boðið upp á skemmtiatriði fyrir alla aldurshópa. 

Tveir hlaðborðsveitingastaðir í miðjarðarhafs- og alþjóðlegum stíl eru á hótelinu, einn í hverri byggingu. Boðið er upp á fjölbreytt fæði og hægt er að horfa á matreiðslumeistarana útbúa margvíslega réttina (Show Cooking ). Einnig eru tveir barir á hótelinu.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.