Á Las Colinas er boðið upp á eitt besta golfvallarsvæði Spánar. Völlurinn hefur notið gífurlegra vinsælda hjá kylfingum sem eiga íbúðir á svæðinu og leika þar golf. Völlurinn er rétt sunnan við Torrevieja/Villa Martin svæðið sem notið hefur mikilla vinsælda hjá íslenskum kylfingum. Völlurinn og svæðið í heild hefur hlotið ótal verðlaun undanfarin ár og var í síðasta ári valið eitt besta golfvallarsvæði Evrópu.
Glæsilegur 18 holu golfvöllur auk æfingasvæðis þar sem slegið er af grasi. Völlurinn er í dal og eru brautirnar umluktar trjám og vötnum að hluta. Völlurinn hentar kylfingum af öllum getustigum en fyrir þá sem vilja krefjandi golf þá býður völlurinn svo sannarlega upp á það af öftustu teigum (svörtum teigum). Brautirnar eru breiðar og hindranir á vellinum vel staðsettar svo að kylfingurinn verður að leika „strategiskt golf“. Völlurinn hefur hlotið mikið lof fyrir umhirðu og verið valinn einn af bestu völlum Spánar til fjölda ára.
Boðið er upp á íbúðagistingu eða gistingu í sérbýli með nútímalegum innréttingum og allt fyrsta flokks. Í íbúðunum er t.d. loftkæling, fullbúið eldhús og lítil stofa með sófa og sjónvarpi. Tveir veitingastaðir eru á svæðinu. Hinn nýtískulegi UniK sem er kaffihús og býður auk þess upp á létta rétti og il Palco með dýrindis rétti og sitt frábæra útsýni yfir golfvöllinn. Á svæðinu eru tennisvellir og líkamsrækt sem ferðalangar geta keypt aðgang að ef áhugi er fyrir hendi.
Í vikuferðum er innifaldir 6 golfhringir