Maryciel er 2ja stjörnu íbúðagisting á Benidorm staðsett í rétt um 5 min göngu fjarlægð frá ströndinni. Fínn valkostur fyrir fjölskyldur, íbúðir með einu og tveimur svefnherbergjum.
Eins herbergja íbúðirnar erum um 40 fm og tveggja hergja íbúðirnar um 70 fm.
Íbúðirnar eru einfaldar með svölum. Í íbúðunum er eldhús, baðherbergi, lítil stofa og eitt eða tvö svefnherbergi. Ýmislegt er til staðar í íbúðinni s.s. ísskápur, örbylgjuofn, þvottavél, ristavél, kaffivél og helluborð. Í stofunni er svefnsófi og sjónvarp ásamt öryggishólfi.
Stutt er í alla afþreyingu en mikið líf er á Benidorm og því auðvelt að finna eitthvað við sitt hæfi. Terra Mitica er í 10 km fjarlægð og vatnsrennibrautagarðurinn Aqualandia er í um 5 km fjarlægð.
Útisundlaug er á gististaðnum og er lítill bar við hana en einnig eru sjálfsalar með drykkjum og snarli til staðar í andyri. Gististaðurinn er staðsettur stutt frá Levante ströndinni og stutt í alla afþreyingu.
Lykil fyrir íbúð þarf að sækja milli kl. 16.00 - 19.00
tel: +34 966 88 92 90
Gestir þurfa að yfirgefa íbúðirnar kl. 10:00 á brottfarardag.
Ath greiða þarf Tryggingu 200 EUR við innritun á hóteli.