Albir Garden Resort & Aquapark
Hótellýsing

Einkar góður og fjölskylduvænn valkostur sem býður fjölbreytta þjónustu og vatnsrennibrautagarð fyrir þau yngstu! Hótelið er staðsett í bænum Albir í um 10 mínútna göngufjarlægð frá fallegri steinvöluströndinni. Til Benidorm er einungis um 10 mínútna akstur og strætisvagnar ganga þangað oft á dag og fram eftir kvöldi.  

Það eru 318 herbergi/íbúðir á hótelinu og eru þær allar búnar loftkælingu, sjónvarpi, síma og þráðlausu neti (WiFi). Allar íbúðir m/1 svefnherbergi eru með eldhúsaðstöðu. Premium herbergin er öll nýlega uppgerð og staðsett nálægt sundlauginni með garðsýn eða sundlaugasýn. Á baðherbergjum er sturta og hárblásari. Allar íbúðir og herbergi eru með verönd eða svölum.

Hér er stór og fallegur garður með tveimur sundlaugum en í kringum þær eru sólbekkir og sólhlífar. Nýlega var opnað stórt vatnsleiksvæði með 16 mismunandi rennibrautum fyrir alla aldurhópa. Aðstaða fyrir barnafólk er frábær, öll sameiginleg aðstaða er til fyrirmyndar. Þá er hér grillbar og kaffihús. Skemmtidagskrá og barnaklúbbur er starfræktur hér yfir sumartímann og er dagskrá allt til miðnættis. Á hótelinu er leiksvæði fyrir börnin, heilsulind, líkamsræktaraðstaða og leikherbergi þar sem hægt er að spila billiard og pílukast. Þá er hér einnig tennisvöllur og körfu- og fótboltavöllur.

Vatnsrennibrautagarður er opin frá 1. apríl - 31. október (ef veður leyfir).

Takið eftir að hér þarf að leigja barnarúm  og kostar það 7 evrur á dag, 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu. 

Þetta er einstaklega góður og hagvæmur kostur í hinum ljúfa bæ Albir og til þess fallinn að fjölskyldunni líði sem best á meðan á dvöl hennar stendur.