Boutique hótel í hjarta Alicante !
Fallegt hótel sem er staðsett nálægt höfninni og er fyrir 16 ára og eldri. Frábær staðsetning fyrir þá sem vilja vera miðsvæðis í borginni á meðan dvöl stendur.
Herbergin eru björt og þægileg og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, síma og á baðherbergi má finna hárþurrku.
Það er ekki líkamsrækt né spa á þessu hóteli.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Fallegt hótel á góðri staðsetningu!