Sun Palace Albir
Hótellýsing

Hótelið stendur á fallegum stað uppi á hæð á milli Benidorm og Albir með útsýni yfir ströndina og hafið. Um 15 mínútna gangur er á fallegu steinvöluströndina í Albir. Vert er þó að nefna að hótelið stendur í hæð og hentar því ekki þeim sem eiga erfitt með gang. Þá býður hótelið upp á akstur að kostnaðarlausu á milli hótelsins og strandarinnar á ákveðnum tímum dagsins, en hægt er að kynna sér tímaplanið við komu á hótelið. 

Hér er afskaplega fjölbreytt þjónusta og ekki erfitt að láta sér líða vel hér. Meðal þjónustu má finna veitingastaði, bari, kaffiteríu, heilsulind og hárgreiðslustofu. Hér er fallegur garður með sundlaug og barnalaug, ásamt aðstöðu til sólbaða, sólbekkir og sólhlífar sem og skemmtidagskrá í boði á vegum hótelsins. Í heilsulindinni er hægt að fara í gufubað, tyrkneskt bað, hvíldarhreiður og heita potta. Þá er hægt að panta nuddmeðferðir gegn aukagjaldi. Aldurstakmark í heilsulindina er 5 ára. 

Herbergin eru 216 talsins, öll fallega innréttuð, með queen size rúmi eða tveimur stökum rúmum. Öll eru búin loftkælingu, sjónvarpi, síma, mini-bar, svölum og öryggishólfi. Á baðherbergjum er hárþurrka. Herbergin eru ýmist með útsýni til sjávar, að sundlaug eða til fjalla. 

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega. 

Hótel sem býður góða og fjölbreytta þjónustu.