Hotel Avenida
Hótellýsing

 

Þetta hótel er mjög vel staðsett, rétt fyrir ofan gamla bæinn í Benidorm og ekki eru nema um 5-10 mínútna gangur, hvort sem er á Levante eða Poniente ströndina. 

 

Herbergin eru björt og glaðlega innréttuð, ekki mjög stór eða um 15-20 fermetrar að stærð. Herbergin eru öll búin sjónvarpi, síma, loftkælingu, mini-bar og öryggishólfi (gegn gjaldi). Á baðherbergi er sturta og hárþurrka. Athugið að herbergi fyrir einn eru án svala.

 

Hótelgarðurinn er lítill en með sundlaug, nuddpotti og sólbaðsaðstöðu. Hotel Avenida býður upp á góða þjónustu og skemmtidagskrá. Þá er hér einnig líkamsræktaraðstaða og gufubað, veitingastaður og sundlaugarbar.

 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.