Aparthotel Milord´s suites
Hótellýsing

Þetta íbúðahótel stendur alveg við strönd og er upplagt fyrir þá sem vilja vera í nálægð við iðandi mannlífið og ströndina, en leggja síður áherslu á hótelgarða.  Það er ekki eiginlegur hótelgarði en býður sólbaðsaðstöðu upp á þaki hótelsins. Á neðstu hæð hótelsins er kaffihús/bar og má vera eitthvert ónæði vegna þess. Á neðstu hæð hótelsins er kaffihús/bar og má vera eitthvert ónæði vegna þess. 

Helsti kostur þessa gististaðar er því óhjákvæmilega staðsetningin, en ströndin er við fótmálið og iðandi mannlífið líka. Íbúðirnar sem eru 28 talsins,  eru huggulegar, bjartar og snyrtilegar. Þær eru allar búnar sjónvarpi, síma, góðri aðstöðu í eldhúskrók og á baðherbergi er hárþurrka. Frítt wifi er um allt hótel og inni í íbúðunum líka. 

Þrif og skipti á handklæðum eru á 3 daga fresti og skipt um rúmföt á 6 daga fresti. 

Hægt er að leigja barnarúm fyrir 5€ á dag. 

Eins og áður sagði hentar þessi gistivalkostur þeim sem leggja lítið upp úr sameiginlegri aðstöðu á hótelinu en kjósa að vera nálægt strönd og hringiðu mannlífsins. 

Athugið að hundar eru leyfðir í íbúðum. 
Ath greiða þarf Deposit 50 EUR við innrituná hóteli.


Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.