Hotel Melia Villaitana er glæsilegt 4 stjörnu hótel staðsett 4 km frá Benidorm. Glæsileg sameiginleg aðstaða og tveir golfvellir sem henta öllum kylfingum. Hótelið
Hótelið Melia Villaitana er hannað í skemmtilegum klassískum Miðjarðarhafstíl og staðsett í hlíðinni fyrir ofan Benidorm.
Alls eru 6 sundlaugar í garðinum, góð sólbaðsaðstaða, líkamsræktaraðstaða og heilsulind. Stutt er í bæina í kring eins og Altea, Albir og Calpe og hótelið er staðsett 40 km frá Alicante borg.
Alls eru 6 mismunandi veitingastaðir á hótelinu og því auðvelt að finna eitthvað fyrir alla. Að auki er líka snarl bar. Nostra House sérhæfir sig í ítalskri matargerð, Mosaic er hlaðborðsveitingastaður með sérhæfingu í matargerð frá Asíu, Ítalu og Mexico, Pope Mambo er í fínni kantinum og býður uppá a la carte rétti í hádeginu og á kvöldin. Barbeque Restaurant sem sérhæfir sig í grilluðum mat og léttum réttum. Herbergin eru fallega hönnuð í ljósum stíl og eru öll með sjónvarpi, minibar og hárþurrku. Þau snúa ýmist út í sundlaugargarð eða garðinn í kringum hótelið. Þá snúa nokkur herbergi út að golfvellinum.
Innan hótelsins er annað hótel the Level Melia Villaitana , hægt er að sjá verð og lýsingu fyrir það undir því nafni á heimasíðu okkar.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.